Rimasíða 23 E.
Fallegt fjögurra herbergja 111,2m
2 raðhús á einni hæð á rólegum stað í Síðuhverfi.
Eignin skiptist í: Forstofu, þvottahús, hol, eldhús, borðstofu, stofu, baðherbergi, þrjú svefnherbergi og þvotthús/geymslu.
Forstofa: Rúmgóð og björt með flísum á gólfi.
Þvottahús/geymsla: Flísar á gólfi, hillur, borð með vask. Stór opnanlegur gluggi, einnig er útidyrahurð þar.
Hol: Sem er rúmgott með harðparketi á gólfi og hátt til lofts.
Stofa/borðstofa: Er rúmgóð og björt, með harðparketi á gólfi hátt til loft þaðan er hurð er út á stóra timburverönd með skjólveggjum.
Eldhús: Mjög bjart og rúmgott, hvít innrétting með dökkum borðplötum, bakaraofn er í vinnuhæð.
Geymsla: Innaf eldhúsi sem er nýtt í dag sem tölvuaðstaða, hillur eru þar.
Baðherbergi: Flísalagt gólf og veggir, baðkar með sturtuaðstöðu, hvít innrétting, einnig stór skápur á vegg á móti.
Svefnherbergi: Harðparket á gólfi, fallegur skápur með spegli.
Svefnherbergi: Harðparket á gólfi, fataherbergi innaf sem nýtist einstaklega vel. Þar eru nýlegar loftaplötur.
Svefnherbergi: Innaf forstofu með harðparketi á gólfi.
Geymsluskúr: Sem er við veröndina nýtist fyrir golfhermi í dag. Einnig er við pallinn grillaðastaða sem hægt er að loka.
Annað:- Göngufæri við Norðurtorg, einnig örstutt í skóla og leikskóla.
- Skipt hefur verið um gler í stofuglugga og ný svalahurð er þar.
- Þak endurnýjað á húsinu árið 2023.
- Stór timburverönd sem snýr til vesturs.
- Geymsluskúr á lóð.
- Ljósleiðari.