Mjög skemmtileg talsvert endurnýjuð þrggja herbergja 91,5m
2 neðri hæð í fjórbýlishúsi í Naustahverfi.
Íbúðin skiptist í forstofu, þvottahús, geymslu, hol, eldhús og stofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi.
Forstofan með skáp, innaf forstofu er þvottahús með stæði fyrir þvottavél og þurrkara í innréttingu. Innaf þvottahúsi er geymsla með litlum glugga. Flísar eru á gólfi í forstofu, þvottahúsi og geymslu.
Stofa og eldhús í opnu rými með Harðparketi á gólfi, útgengi út á verönd til vesturs úr stofu. Nýleg eldhúsinnrétting ásamt tækjum í eldhúsi, bakaraofn og combi ofn, spanhelluborð og uppþvottavél.
Svefnherbergin eru tvö, bæði með harðparketi á gólfum og fataskápum. Nýlegur fataskápur er í stærra herberginu.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggir að hluta, sturta með gler skilrúmi. Opnanlegur gluggi er á baði.
Sameiginleg geymla/inntaksrými undir stiga með öllum íbúðum og geymsla merkt 103 á teikningu er sameiginleg með íbúð neðri hæðar.
Annað:
- íbúðin talsvert endurnýjuð árið 2023
- Pallur steyptur og skjólveggir smíðaðir árið 2024 og 2025.
- Tengi fyrir bílahleðslu er tilbúin aftan á ruslatunnum til tengingar fyrir hleðslustöð.
- Stutt í leik- og grunnskóla
- Ljósleiðari
- Gólfhiti
- Eignin er í einkasölu.