Norðurgata 45, Neðri hæð.Skemmtileg 107,9 m
2 þriggja herbergja íbúð á neðri hæð í tvíbýli, skemmtileg staðsetning á Oddeyrinni.
*** Eignin er laus til afhendingar ***Forstofa með flísum á gólfi og fatahengi. Falleg útidyrahurð með gleri.
Eldhús er með eldri snyrtilegri innréttingu, plastparket á gólfi. Góður borðkrókur.
Stofa/borðstofa bjart með fallegum gluggum, flísar á gólfi.
Gangur með flísum á gólfi, góðir skápar.
Herbergin eru tvö annað með fataskáp, bæði með harðparketi á gólfum.
Baðherbergi er flísalagt gólf og veggir að hluta. Ljós innrétting, sturta. Opnanlegur gluggi.
Þvottahús er með máluðu gólfi, stórum glugga og bakdyrainngangur er þar.
Geymsla tröppur úr þvottahúsi niður í tvær geymslur í kjallara, þar eru máluð gólf.
Annað:- Sér bílastæði fyrir framan hús.
- Sér rafmagns og hitamælar.
- Engin sameiginleg rými eru í húsinu. Lóð er óskipt.
- Nálægt leikskólum, grunnskólum og verslun.
- Mjög skemmtileg staðsetning.