Óseyri 16 er til sölu. Húsnæðið er skráð tæpir 145 fm. Gengið er inn um sameiginlega inngang og er húsnæðið að mestu á annarri hæð þar sem áður voru skrifstofur, en er í dag 5 rými Wc og geymsla/stigi upp í Ris og eru rýmin að mestu leigð út. Fylgir eigninni sér rými í risi sem er um ck. 30fm óskráð geymslurými sem að mestu undir súð eins er góð aðstaða á lóð og aðgangur er að hitaveitu rými og er gengið inn í það að norðan. Húsnæðið býður upp á fjölþætta notkun.
Óseyri 16 er á frábærum stað við stærstu smábátahöfn landsins (Bótina) og flott útivistasvæði og gönguleiðir á vaxandi vinsælum stað rétt við Ósa Glerár. Útsýni er yfir höfnina og út Eyjafjörðinn að norðanverðu en gott útsýni til fjalla að vestanverðu og til suðurs. 30fm einangraður gámur hefur verið á lóð og notaður sem verbúð tengdu bátabrasi.