Mjög skemmtilegt 5 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum með tveimur inngöngum á góðum stað í Síðuhverfi.
-- Getur verið laust fljótlega --
Eignin skiptist: Á neðri hæð er forstofa, snyrting, bakdyrainngangur þvottahús, geymsla, eldhús, stofa og eitt svefnherbergi. Á efri hæð eru þrjú svefnherbergi, rúmgott hol og baðherbergi.
Neðri hæð:Forstofa með dúk á gólfi og opnu fatnahengi.
Snyrting með dúk á gólfi, stór gluggi.
Þvottahús/bakdyrainngangur með máluðu á gólfi, opnanlegur gluggi. Efri skápar, borðplata og vaskur.
Geymsla sem er rúmgóð með glugga er innaf þvottahúsi.
Eldhús er með mjög fallegum stórum gluggum og hurð sem er út á hellulagða verönd þar er eldri innrétting, plastparket á gólfi.
Stofa með plastparketi á gólfi.
Svefnherbergi á neðri hæð með plastparketi á gólfi og fataskáp.
Efri hæð:
Stigi er úr timbri.
Hol á efri hæð með plastparketi á gólfi stór gluggi með hurð út á svalir til suðurs.
Svefnherbergin eru þrjú á efri hæðinni, öll eru þau rúmgóð með dúk á gólfum og er skápar í tveimur þeirra.
Baðherbergi sem er mjög rúmgott er með flísum á gólfi og hluta veggja, hvít innrétting, sturta og baðkar. Stór opnanlegur gluggi.
Annað:- Mjög skemmtilegt hús.
- Húsið er nánast upprunalegt að innan.
- Stór garður.
- Húsið er í einkasölu á FS fasteignir ehf.