Skemmtilegt 6 herbergja 211,7m
2 einbýlishús með innbyggðum bílskúr í Holtahverfi. Innbyggður bílskúr skráður 34 m².
- Eignin er laus til afhendingar.
- Eigendur skoða skipti á minni eign.Eignin skiptist í forstofu, gang/hol, eldhús, stofu, sólskála, fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottahús, geymslur og bílskúr.
Efri hæð:Forstofa er með dökkum flísum á gólfi. Útidyrahurð hefur verið endurnýjuð.
Eldhús Ljós innrétting með svörtum flísum á milli skápa. Nýlegt helluborð og ofn. Dökkar flísar eru á gólfi. Stæði er fyrir uppþvottavél og ísskáp í innréttingu.
Stofa rúmgóð og björt með fallegum gluggum. Hátt til lofts í hluta af stofu. Gegnheilt parket á gólfum. Úr stofu er gengið inn í sólskála.
Sólskáli er með flísum á gólfi, ofn og kamínu. Þak yfir sólskála hefur verið endurnýjað, sett nýtt járn og einangrað og klætt að innan. Þá var einn útveggur einnig einangraður. Úr sólskálanum er hurð út í garð.
Svefnherbergisgangur þrjár tröppur upp, þar er gluggi við þak sem gefur skemmtilega birtu, hátt til lofts.
Svefnhherbergu með gegheilu eikarparketi á gólfi og spónlögðum eikar fataskáp.
Svefnherbergi með gegnheilu eikarparketi á gólfi og spónlögðum eikar fataskáp.
Svefnherbergi með gegnheilu eikarparketi á gólfi, þar er fataherbergi með flísum á gólfi.
Baðherbergi ljósar flísar á gólfum og hluta veggja, baðkar með sturtutækjum, hvít innrétting og opnanlegur gluggi.
Neðri hæð:Hol með flísum á gólfi, hurð út á stóran hellulagðan pall með timbur skjólveggjum, heitur pottur er þar.
Svefnherbergi þar eru flísar og parket á gólfum. Ekki er full lofthæð í því herbergi.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og hluta veggja, hvítri innréttingu, salerni og sturtu. Rafmagnshitalögn í gólfi.
Þrjár geymslur eru á neðri hæðinni, tvær inn af herberginu og ein inn af í bílskúrnum.
Þvottahús er með flísum á gólfi og hvítri innréttingu með með stæði fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Opnanlegur gluggi er í þvottahúsinu.
Bílskúr er skráður 34,0 m² að stærð og þar er epoxy efni á gólfi og rafdrifin innkeyrsluhurð.
Annað: - Hellulögð verönd með timbur skjólveggjum og heitum potti. Hitalagnir eru undir hellunum, kynnt með affalli af húsi.
- Skipt um þak á sólskárla og pabbbi bræddur á þak hússins árið 2022
- Tröppur og stétt að anddyri endursteyptar 2023
- Ljósleiðari er tilbúin til notkunar.
- Eignin er stærri en skráðir fermetrar segja til um.